Borgarblöð

Borgarblöð

| Seltjarnarnes |

Sjó­sund­ið heill­aði mig frá fyrsta degi

Viðtal við Ragn­heið­i Val­garðs­dótt­ur
 
”Sjó­sund­ið er ólíkt sundi í venju­legri innilaug. Ef ég á að lýsa mun­in­um kem­ur hlaup fyrst í hug­ann. Við get­um líkt inni­sund­inu við hlaup á bretti í rækt­inni eða bara heima í svefn­her­bergi en sjó­sund­ið minn­ir meira á að hlaupa úti und­ir ber­um himni. Mað­ur kemst í svo sterka snert­ingu við nátt­úr­una með því að synda í sjón­um. Land­ið er fag­urt séð af yf­ir­borði sjáv­ar og mað­ur rekst á allskyns líf­ver­ur í sjón­um. Við höf­um horft á hrefn­ur í um 150 metra fjar­lægð frá okk­ur, skoð­að kross­fiska, synt í gegn­um mak­ríl­torf­ur og margt ann­að hef­ur bor­ið fyr­ir í sund­ferð­um. 

Lesa frétt

| Breiðholt |

Hvers virði er El­liða­ár­dal­ur­inn

Hvers virði er El­liða­ár­dal­ur­inn nefn­ist rann­sókn­ar­verk­efni á veg­um Reykja­vík­ur­borg­ar um virði El­liða­ár­dals­ins stend­ur yfir í sum­ar með styrk frá Ný­sköp­un­ar­sjóði náms­manna. Könn­un á notk­un El­liða­ár­dals­ins er hluti af rann­sókn­ar­verk­efn­inu og mun hún standa yfir í júlí­mán­uði.  Katrín Svana Ey­þórs­dótt­ir meist­ara­nemi í Um­hverf­is- og auð­linda­fræði við Há­skóla Ís­lands vinn­ur að rann­sókn­inni í sum­ar.  

Lesa frétt

| Seltjarnarnes |

Byggðin frá land­náms­öld

Í tilefni af 40 ára afmæli Seltjarnarnesbæjar:

 

Talið er að byggð á Sel­tjarn­ar­nesi eigi ræt­ur aft­ur á land­náms­öld. Forn­leifa­rann­sókn­ir benda til þess að búið hafi ver­ið með reisn í Nesi á Sel­tjarn­ar­nesi á þeirri tíð. Ness er þó fyrst get­ið í rit­uð­um heim­ild­um í kirkna­tali Páls bisk­ups frá því um 1200 en þar er þá ris­in kirkja helguð heilög­um Niku­lási. Fyrstu ábú­end­ur sem vit­að er um í Nesi voru Haf­ur­björn Styr­kárs­son og Guð­rún Þor­láks­dótt­ir sem tal­in eru hafa ver­ið þar á 13. öld. Um siða­skipti var jörð­in Nes kom­in í eigu Skál­holts­stóls og lenti síð­ar und­ir Dana­kon­ungi. Talið er að ým­ist ver­ald­leg­ir valds­menn eða prest­ar hafi set­ið í Nesi fram um 1760.  

Lesa frétt

| Breiðholt |

Fjöl­menn­ing­ar­sam­fé­lag­ið Fella­skóli

Í Fella­skóla eru um 330 nem­end­ur þar af eru um 67% sem búa við ann­að móð­ur­mál á heim­ili en ís­lensku. Áhersl­ur í Starfs­á­ætl­un Fella­skóla 2014 til 2015 end­ur­spegla það fjöl­menn­ing­ar­sam­fé­lag sem skól­inn starfar í en þar kem­ur fram að fram­tíð­ar­sýn Fella­skóla er: All­ir á heima­velli. Ein­kunn­ar­orð­in eru virð­ing, ábyrgð, vin­semd. Í skól­an­um er lit­ið svo á að menn­ing­ar­leg­ur fjöl­breyti­leiki auðgi skóla­starf­ið og lögð er áhersla á að virð­ing sé bor­in fyr­ir upp­runa og menn­ingu ein­stak­linga.  

Lesa frétt

| Seltjarnarnes |

Ráð­gjafa- og hönn­un­ar­samn­ing­ur­inn vegna hjúkrunarheimilisins und­ir­rit­að­ur

 Ráð­gjafa- og hönn­un­ar­samn­ing­ur fyr­ir 40 rýma hjúkr­un­ar­heim­ili sem rísa á Sel­tjarn­ar­nesi á næstu miss­er­um var und­ir­rit­að­ur 1. júlí sl. Það voru þau Ás­gerð­ur Hall­dórs­dótt­ir, bæj­ar­stjóri Sel­tjarn­ar­ness og Þor­varð­ur L. Björg­vins­son, fram­kvæmda­stjóri Ar­kís arki­tekta sem und­ir­rit­uðu samn­ing­inn.

Lesa frétt

| Breiðholt |

Tvær stór­ar Er­ró­mynd­ir á veggi í Breið­holti

Mynd­ir Erró munu þekja tvo stóra veggi í Breið­holt­inu inn­an tíð­ar. Ann­ars veg­ar er um að ræða boga­dreg­inn vegg íþrótta­húss­ins við Aust­ur­berg en hins veg­ar 24 metra háan vest­ur­gafl íbúða­blokk­ar­inn­ar við Álfta­hóla 4 til 6. Erró gef­ur Reykja­vík­ur­borg höf­und­ar­verk sín og verða verk­in til þess að breiða út list í op­in­beru rými utan mið­borg­ar­inn­ar, fegra Efra-Breið­holt og auka stolt íbú­anna af nærum­hverfi sínu. 

Lesa frétt

| Seltjarnarnes |

Sjálf­stæð­is­flokk­ur og Neslisti sam­an í nefnda­kjöri

Sjálfs­stæð­is­flokk­ur­inn og Neslist­inn stóðu sam­an að nefnda­kjöri á Sel­tjarn­ar­nesi eft­ir ný­lega af­staðn­ar bæj­ar­stjórn­ar­kosn­ing­ar. Þetta vek­ur at­hygli vegna þess að Neslist­inn er í minni­hluta á Nes­inu ásamt Sam­fylk­ing­unni en Sjálfs­stæð­is­flokk­ur­inn mynd­ar meiri­hluta. Er þetta nokk­uð í stíl við nefnda­kjör í fleiri sveit­ar­fé­lög­um þar sem að­il­ar úr meiri- og minni­hluta hafa átt samt­arf um nefnd­ir og er nær­tæk­ast að minn­ast samt­arfs meiri­hluta borg­ar­stjórn­ar Reykja­vík­ur við Sjálfs­stæð­is­flokk­inn við nefnda­kjör á dög­un­um.   

Lesa frétt

| Breiðholt |

Ókeyp­is íþrótta­æf­ing­ar fyr­ir börn og ung­linga

Áhuga­vert verk­efni er nú í gangi í Efra-Breið­holti, en það snýst um að boð­ið er upp á ókeyp­is íþrótta­æf­ing­ar fyr­ir börn og ung­linga. Æf­ing­arn­ar eru fjöl­breytt­ar og ætl­að­ar börn­um í 3. til 8. bekk grunn­skóla. 
Æft er á þriðju­dög­um og fimmtu­dög­um á lóð Fella­skóla. 3. til 5. bekk­ur æfir kl. 15:00 til 16:15 og 6. til 8. bekk­ur æfir kl. 16.15 til 17.30. Fjöl­breytni er í íþrótta­grein­um og líf, fjör og gleði í fyr­ir­rúmi, en grein­arn­ar sem verða stund­að­ar í sum­ar eru hand­bolti, körfu­bolti, frjáls­ar og fót­bolti. Í lok æf­inga er síð­an far­ið í lífs­leikni­æf­ing­ar. 

Lesa frétt

| Vesturbær |

Op­in­bert leynd­ar­mál við Lauga­veg­inn

Klukk­una vant­ar kort­er í átta. Fyrstu sól­ar­geisl­arn­ir teygja sig nið­ur á Lauga­veg­inn. Fáir eru enn á ferli en nokkr­ir ferða­menn eru komn­ir á stjá. Sum­ir eru að bíða eft­ir bíl­um sem eiga að flytja þá á fjöll eða í aðr­ar skoð­un­ar­ferð­ir. Aðr­ir bíða eft­ir hót­elskutl­un­um sem fara út á flug­völl. Þeir eru bún­ir til heim­far­ar og ferða­tösk­urn­ar standa á gang­stétt­inni. Am­er­ísk hjón af aust­ur­lensk­um upp­runa koma gang­andi fyr­ir horn­ið á Klapp­ar­stígn­um. Fara sér hægt. Eru aug­ljós­lega að leita að veit­inga­stað. Þau sjá skilti og dúk­að borð fyr­ir utan Around Iceland þar sem tíð­inda­mað­ur mætti þeim.  

Lesa frétt