Borgarblöð

Borgarblöð

| Vesturbær |

Gamla höfn­in verði áfram at­vinnu­höfn

„Að mínu mati er grund­vall­ar­at­riði að gamla höfn­in í Reykja­vik fái að að lifa um ókomna tíð sem at­vinnu­höfn og um það held ég að flest­ir séu sam­mála,“ seg­ir Gísli Gísla­son fram­kvæmda­stjóri Faxa­flóa­hafnar og for­mað­ur Hafna­sam­bands Ís­lands í spjalli við Vest­ur­bæj­ar­blað­ið. Gísli bend­ir á þá upp­bygg­ingu sem orð­ið hef­ur á veg­um HB Granda á und­an­förn­um árum sem dæmi um að út­vegs­starf­semi sé ekki á för­um af hafn­ar­svæð­inu. 

Lesa frétt

| Seltjarnarnes |

Ég hef alltaf þurft að gera eitt­hvað með hönd­un­um

Jó­hann­es Ingi­mund­ar­son spjall­ar við Nes­frétt­ir að þessu sinni. Hann er fædd­ur og upp­al­in á Sel­tjarn­ar­nesi, son­ur Ingi­mund­ar Helga­son­ar sem mörg­um er að góðu kunn­ur sem lög­reglu­mað­ur á Nes­inu til fjölda ára og Svövu Björg­ólfs. Bryn­hild­ur móð­ur­amma hans var síð­ari eig­in­kona Jó­hann­es­ar Jós­efs­son­ar sem löng­um var kennd­ur við Hót­el Borg. Hann var því kjörafi Jó­hann­es­ar en and­að­ist þeg­ar dreng­ur­inn var á unga aldri. Jó­hann­es flutt­ist til Dan­merk­ur þar sem hann nam sjón­tækja­fræði en hef­ur búið í Reykja­vík og nú síð­ast í Garða­bæ. 

Lesa frétt

| Breiðholt |

Breið­holt­ið er lit­ríkt

Hrefna Björg Gylfa­dótt­ir opn­aði ljós­mynda­sýn­ingu í bið­sal Strætó í Mjódd­inni á dög­un­um. Þar sýn­ir hún ljós­mynd­ir sem hún hef­ur tek­ið í Breið­holt­inu í sum­ar. Hrefna hef­ur feng­ist við ljós­mynd­un í nokk­ur ár og vann með­al ann­ars til verð­launa í ljós­mynda­sam­keppni Breið­holts fyr­ir nokkrum árum. Hrefna er Ak­ur­nes­ing­ur að upp­runa en flutti með for­eldr­um sín­um suð­ur yfir fló­ann þeg­ar hún var 10 ára og sett­ist fjöl­skyld­an að í Stekkj­un­um gegnt Mjódd­inni. Hrefna er því á heima­slóð bæði í mynda­vali og einnig þeg­ar hún valdi sýn­ingar­stað. Hrefna rifj­ar Breið­holtsæsk­una upp að þessu sinni og seg­ir frá ljós­mynda­á­huga sín­um. 

Lesa frétt

| Vesturbær |

Lesskiln­ing­ur­inn skipt­ir miklu máli

Á und­an­förn­um árum hef­ur hlut­verk al­menn­ings­bóka­safna ver­ið að breyt­ast frá því að vera söfn út­lána yfir í að vera fjöl­breytt­ar menn­ing­ar­mið­stöðv­ar þar sem áhersla er lögð á menn­ing­ar­mál, al­hliða miðl­un upp­lýs­inga og vellíð­an fólks. Borg­ar­bóka­safn Reykja­vík­ur er eitt þeirra. Safn­ið er í dag stærsta menn­ing­ar­stofn­un borg­ar­inn­ar - rek­ur fimm söfn í borg­ar­hverf­um auk höf­uð­stövanna í Gróf­ar­hús­inu við Trygga­götu á mót­um Mið- og Vest­ur­bæj­ar. Þess utan er bóka­bíll­inn Höfð­ingi og sögu­bíll­inn Ær­ingi á ferð­inni um alla borg. 

Lesa frétt

| Seltjarnarnes |

Bæj­ar­bú­ar taka þátt í end­ur­skoð­un að­al­skipu­lags

Íbú­ar á Sel­tjarn­ar­nesi munu taka þátt í end­ur­skoð­un að­al­skipu­lags bæj­ar­ins. Bæj­ar­stjórn­in sam­þykkti á fundi sín­um 25. júní sl. að fara í end­ur­skoð­un á að­al­skipu­lagi bæj­ar­ins enda næst­um ára­tug­ur lið­inn síð­an gild­andi að­al­skipu­lag var mót­að.  

Lesa frétt

| Breiðholt |

Vegg­list­ar­hóp­ur­inn hef­ur breytt und­ir­göng­un­um

Marg­ir hafa ef­laust rek­ið aug­un í vel skreytt und­ir­göng á rölti sínu um hverf­ið. Þar var að verk­um Vegg­list­ar­hóp­ur sem var starf­rækt­ur á veg­um Frí­stunda­mið­stöðv­ar­inn­ar Mið­bergs nú í sum­ar. Voru þetta nokk­ur ung­menni á aldr­in­um 16 til 20 ára sem búa yfir mikl­um list­ræn­um hæfi­leik­um sem lögðu sitt af mörk­um til þess að fegra hverf­ið.  

Lesa frétt

| Vesturbær |

Gömlu Vest­ur­hús í upp­runa­legt form

Gamli stein­bær­inn Vest­ur­hús á bak­lóð­inni við Holts­götu 41 mun vænt­an­lega ganga í end­ur­nýj­un lífdaga. Reykja­vík­irborg hef­ur fest kaup á bæn­um fyr­ir 14 millj­ón­ir króna en borg­in átti fyr­ir helm­ing húss­ins sem hef­ur ver­ið frið­að. Nokkr­ar breyt­ing­ar hafa ver­ið gerð­ar á stein­bæn­um í gegn­um tíð­ina og byggt við hann eða rétt­ara sagt bygg­ing­um hrófl­að upp í kring­um hann en stofn húss­ins er nokk­uð vel varð­veitt­ur. Nú stend­ur til að koma ytra byrði húss­ins í upp­runa­legt horf og verð­ur það síð­an boð­ið til sölu sem íbúð­ar­hús.  

Lesa frétt

| Breiðholt |

Auka þarf með­vit­und um tví­tyngi og fjöl­men­ningu

Móð­ur­mál sam­tök um tví­tyngi fengu á liðnu vori sam­fé­lags­verð­laun Frétta­blaðs­ins í flokkn­um „Frá kyn­slóð til kyn­slóð­ar“ fyr­ir óeig­in­gjarnt sjálf­boða­liða­starf en sam­tök­in hafa starf­að frá 1994 en voru form­lega stofn­uð 2001. Mark­mið sam­tak­ana er að skapa vett­vang fyr­ir móð­ur­máls­kennslu og um­ræðu um tví­tyngi. Á bak við Móð­ur­mál standa 20 móð­ur­máls­hóp­ar þar sem um 300 börn og ung­menn stunda nám.  Renata Em­ils­son Peskova er for­mað­ur stjórn­ar Móð­ur­máls en Stef­an­ía G. Krist­ins­dótt­ir ræddi við hana, Lauru Nesaule frá lett­neska móð­ur­máls­hópn­um sem hóf starf­semi sína síð­ast­lið­ið haust í Fella­skóla og Mirelu Protopaba sem tek­ur þátt i skipu­lagn­ingu móð­ur­máls­hóps Al­bana sem fer af stað næsta haust. Spurn­ing­in er um hvort móð­ur­máls­kennsla sé hluti af grunn­skóla­námi eða sjálf­boða­vinna eld­huga?  

Lesa frétt

| Seltjarnarnes |

Und­ir­bún­ing­ur hjúkr­un­ar­heim­il­is í full­um gangi

Þrátt fyr­ir að verk­leg­ar fram­kvæmd­ir við hið nýja hjúkr­un­ar­heim­ili séu ekki hafn­ar er und­ir­bún­ings­vinna við hjúkr­un­ar­heim­il­ið á Sel­tjarn­ar­nesi kom­in í full­an gang. Í mörg horn er að líta áður en fram­kvæmd­ir á svæð­inu hefj­ast, en op­in­ber­ar bygg­ing­ar af þessu tagi fara í gegn­um langt og strangt ferli áður en hægt er að hefj­ast handa.

Lesa frétt