Borgarblöð

Borgarblöð

| Seltjarnarnes |

Ungmenni í öllum nefndum

Ungmenni eru nú í öllum nefndum hjá Seltjarnarnesbæ. Aðdragandi þess er að á sínum tíma fór Ungmennaráð Seltjarnarnesbæjar fram á það við Ásgerði Halldórsdóttur bæjarstjóra að fulltrúar þess fengju að taka virkari þátt í nefndarstarfi bæjarins. Vel var brugðist við þeirri málaleitan og í fyrra var stigið fyrsta skrefið í þá veru með samþykki allra kjörinna fulltrúa bæjarins. Ungmennaráð Seltjarnarnesbæjar hefur nú nýlega skipað fulltrúa í allar stærstu nefndir bæjarins þar sem það hefur málfrelsi og tillögurétt.  

Lesa frétt

| Breiðholt |

Breiðholtsbylgjan í annað sinn

Breiðholtsbylgjan er nú haldin annað árið í röð. Á þessum sameiginlega starfsdegi allra fagsviða Reykjavíkurborgar var boðið upp á fjölmargar vinnu-smiðjur, svo sem um markmiðssetningu, mannréttindi og staðalmyndir, gildi íþrótta og vellíðan í starfi. Fagvettvangurinn er töluvert fjölmennari en í fyrra enda var nú fleirum boðið að vera með, starfsmönnum í Fjölbrautarskólanum í Breiðholti, fulltrúum kirkju, íþróttafélaga og fleiri stofnana.  

Lesa frétt

| Vesturbær |

All­ir vel­komn­ir á Afla­grand­ann

Vest­ur­reit­ir fé­lags­mið­stöð­in á Afla­granda 40 bauð íbú­um Vest­ur­bæj­ar­ins í opið hús þriðju­dag­inn 7. októ­ber sl. sam­kom­an stóð frá kl. 14 til 17 og lagði fjöldi fólks leið sína á Afla­grand­ann af því til­efni og þáði kaffi og klein­ur. Ým­is­legt áhuga­vert var í boði – bæði upp­lýs­ing­ar um fé­lags­starf­ið og ann­að er teng­ist íbú­um bæj­ar­hlut­ans. 

Lesa frétt

| Seltjarnarnes |

Valhúsaskóli 40 ára

Valhúsaskóli á Seltjarnarnesi er 40 ára um þessar mundir og var tímamótunum fagnað með fjölbreyttri dagskrá í skólanum 15. október þar sem fram komu núverandi og fyrrverandi nemendur og kennarar og slógu á létta strengi.  

Lesa frétt

| Breiðholt |

Leitað að hugmyndum um betri hverfi

Reykjavíkurborg leitar nú eftir hugmyndum frá íbúum að betri hverfum og eru frumlegar hugmyndir vel þegnar. Þetta er í fjórða sinn sem Reykjavíkurborg býður íbúum að leggja til hugmyndir að verkefnum í hverfum borgarinnar. Kosið verður á milli hugmynda borgarbúa í hverfakosningum á næsta ári. 

Lesa frétt

| Vesturbær |

Elstu minjar um smábátaútgerð í Reykjavík varðveittar

Elstu minjar um smábátaútgerð í Reykjavík verða varðveittar. Tillaga fulltrúa Sjálfstæðisflokksins, þeirra Mörtu Guðjónsdóttur og Júlíusar Vífils Ingvarssonar, um varðveislu og endurgerð grásleppuskúranna við Ægisíðu var samþykkt samhljóða í menningar- og ferðamálaráði sl. mánudag.  

Lesa frétt

| Vesturbær |

Göngu- og hjóla­leið­ir end­ur­nýj­að­ar í Vest­ur­bæ

Á und­an­förn­um vik­um hef­ur ver­ið unn­ið að því að end­ur­nýja gang­stétt­ir á nokkrum stöð­um í Vest­ur­bæ. Um er að ræða sam­starfs­verk­efni um­hverf­is- og sam­göngu­sviðs Reykja­vík­ur­borg­ar, Orku­veitu Reykja­vík­ur, Gagna­veitu Reykja­vík­ur og Mílu. Skipt er um lagn­ir und­ir gang­stétt­um og ljós­leið­ara kom­ið fyr­ir. Þá hef­ur lýs­ing ver­ið end­ur­nýj­uð þar sem kom­inn er tími á slíkt, til að mynda við Nes­hag­ann. 

Lesa frétt

| Seltjarnarnes |

Er Sel­tjarn­ar­nes­ið enn lít­ið og lágt?

Á kynn­ing­ar­fundi um nýtt að­al­skipu­lag sem fram fór fyr­ir skömmu mátti heyra end­ur­óm úr kvæði meist­ara Þór­bergs í mál­flutn­ingi ein­hverra fund­ar­manna. Þó voru þeir sínu fleiri sem báru gæfu til að rísa upp úr með­al­mennsk­unni og létu hvorki stjórn­ast af þröng­um eig­in­hags­mun­um né hræðslu við hið ókomna en bentu rétti­lega á að bæj­ar­fé­lag­ið okk­ar væri til fyr­ir­mynd­ar um flesta hluti og til þess að svo mætti verða áfram þyrfti að hafa kjark til að taka ákvarð­an­ir. 

Lesa frétt

| Breiðholt |

Hvern­ig má stuðla að virku tví­tyngi

Móð­ur­mál - sam­tök um tví­tyngi stóðu fyr­ir náms­skeið­inu „Málörv­un barna í fjöl­breytt­um hóp, á leik- og grunn­skóla­stigi“ fyr­ir móð­ur­máls­kenn­ara í Hóla­brekku­skóla um þar síð­ustu helgi eða 12. og 13. sept­em­ber. Að þessu sinni var náms­stefn­an í sam­starfi við leik­skóla Holt í Fell­un­um og Pólska skól­ann.
 

Lesa frétt