Borgarblöð

Borgarblöð

| Vesturbær |

Allt fast á Héð­ins­reit

Fyr­ir fram­an Héð­ins­hús­ið við Selja­veg við end­ann á Ný­lendu­götu er stór óbyggð­ur reit­ur sem eink­um er nýtt­ur fyr­ir bíla­stæði. Reit­ur­inn er að mestu bú­inn mal­ar­slit­lagi og ekk­ert hef­ur ver­ið að­hafst þar árum sam­an. Á ár­inu 2008 var fyr­ir­hug­að að hefja bygg­inga­fram­kvæmd­ir á Héð­ins­reitn­um eins og hann er jafn­an nefnd­ur en í októ­ber á því ári skall hrun­ið á lands­mönn­um og ekk­ert var úr fram­kvæmd­um. Ekki er lík­legt að haf­ist verði handa við bygg­ing­ar á Héð­ins­reit í bráð með­al ann­ars vegna óút­kljáðra dóms­mála sem ekki er úlit fyr­ir að ljúki fyrr en á næsta ári. 

Lesa frétt

| Breiðholt |

Er­ró­verk­ið af­hjúpað 6. sept­em­ber

Nú er ver­ið er að leggja loka­hönd á vegg­mynd eft­ir Erró á gafli húss­ins Álfta­hól­um 4 til 6 í Breið­holti og mun Dag­ur B. Egg­erts­son borg­ar­stjóri af­hjúpa verk­ið laug­ar­dag­inn 6. sept­em­ber n.k. Sama dag verð­ur sýn­ing á verk­um Er­rós opn­uð í Lista­safni Reykja­vík­ur, Hafn­ar­húsi kl. 16 og verð­ur Erró bæði við­stadd­ur af­hjúp­un­ina og opn­un sýn­ing­ar­inn­ar í Hafn­ar­húsi.   

Lesa frétt

| Seltjarnarnes |

Bæj­ar­há­tíð­in um helgina

Bæj­ar­há­tíð Sel­tjarn­ar­ness verð­ur hald­in dag­ana 28. til 31. ágúst nk. Bæj­ar­bú­ar eru hvatt­ir til að skreyta hús og lóð­ir í við­eig­andi lit­um en lita­skipu­lag má sjá á um­ræðu­vett­vangi bæj­ar­búa á Fés­bók­inni und­ir Íbú­ar á Sel­tjarn­ar­nesi. Dag­skrá­in í ár verð­ur fjöl­breytt líkt og í fyrra en bæj­ar­bú­ar láta ekki sitt eft­ir liggja og taka virk­an þátt í dag­skránni með ýms­um upp­á­kom­um. Veitt verð­ur við­ur­kenn­ing fyr­ir best skreytta hús­ið/lóð­ina og því er um að gera að taka þátt og gleðja gesti og gang­andi þessa daga.  

Lesa frétt

| Vesturbær |

Íbú­ar hafa áhyggj­ur af íbúða­bygg­ing­um á N1 lóð­inni

Fé­lag­ið Æg­is­síða hef­ur fest kaup á lóð og fast­eign­um N1 við Æg­is­síðu 102 en þar hef­ur ver­ið rek­in bens­ín­stöð um langt ára­bil. Hug­mynd­ir eru uppi um að á lóð­inni verði byggð rað­hús og jafn­el stærri fjöl­býli. Íbú­ar í ná­grenn­inu hafa mikl­ar og þung­ar áhyggj­ur af því að þarna verði um að ræða of þétta og fjöl­menna byggð. Íbú­ar hafa sent um­hverf­is- og skipu­lags­ráði Reykja­vík­ur er­indi þar sem þeir lýsa áhyggj­um sín­um yfir þess­um hug­mynd­um og óska eft­ir því að ráð­ið upp­lýsi íbúa um þær ákvarð­an­ir sem tekn­ar hafa ver­ið í mál­inu og óska jafn­framt eft­ir því að hald­inn verði op­inn íbúa­fund­ur um skipu­lag þessa svæð­is sem fyrst. 

Lesa frétt

| Breiðholt |

Mikl­ar um­bæt­ur í Gerðu­bergi

Nú standa yfir fram­kvæmd­ir í Gerðu­bergi sem fela í sér end­ur­bæt­ur og breyt­ing­ar á efri hæð húss­ins. Stað­setn­ingu kaffi­húss­ins hef­ur ver­ið breytt, vegg­ir hafa ver­ið fjar­lægð­ir og opn­að hef­ur ver­ið inn í bóka­safn­ið úr miðju­rými. Með þessu mun flæði á milli bóka­safns, kaffi­húss, fund­ar- og sýn­ing­ar­rýma aukast til muna. 

Lesa frétt

| Vesturbær |

Vilja byggja á átta þús­und fer­metr­um við Aust­ur­höfn

Fasteig­an­fé­lag­ið Reg­inn hyggst byggja versl­un­ar- og þjón­ustu­rými á tæp­lega átta þús­und fer­metr­um við Aust­ur­höfn­ina í Reykja­vík. Um er að ræða reiti eitt og tvö á svæð­inu. Í ramma­skipu­lagi hafn­ar­svæð­is­ins seg­ir að við Gömlu höfn­ina gef­ist ein­stakt tæki­færi til þess að koma upp öfl­ugu og sjálf­bæru borg­ar­hverfi við sjó en gert er ráð fyr­ir að fjög­ur ný hverfi muni rísa á svæði gömlu hafn­ar­inn­ar.  

Lesa frétt

| Vesturbær |

Ekki að­eins versl­un held­ur menn­ing­ar­mið­stöð

Frið­rik Ár­mann Guð­munds­son kaup­mað­ur í Mela­búð­inni spjall­ar við Vest­ur­bæj­ar­blað­ið að þessu sinni. Þótt hann sé fædd­ur og upp­al­inn aust­an lækj­ar tel­ur hann sig löngu orð­inn Vest­ur­bæ­ing. Býr á Mel­un­um í ná­býli við tvo bræð­ur sína. Frið­rik sinnti ýms­um verk­efn­um öðr­um en rekstri Mela­búð­ar­inn­ar á yngri árum. Hann stund­aði nám í Bret­landi um tíma og stýrði síð­ar versl­un­ar­mið­stöð í mið­bæ Hafn­ar­fjarð­ar. Í dag stend­ur hann vakt­ina í Mela­búð­inni ásamt Pétri Alan bróð­ur sín­um. 

Lesa frétt

| Breiðholt |

Vinnu­skól­inn

Margt er að ger­ast í Vinnu­skóla Reykja­vík­ur­borg­ar í Breið­holti þessa dag­ana. Breið­holts­blað­ið fór á stúf­ana og spjall­aði lít­il­lega við nokkra krakka sem þar eru að störf­um.  

Lesa frétt

| Seltjarnarnes |

Leik­skól­inn á Sel­tjarn­ar­nesi hlýt­ur SMT fán­ann

Leik­skóli Sel­tjarn­ar­ness fékk af­hent­an SMT (School Mana­gement Tra­in­ing) fán­ann á dög­un­um. Fán­inn er veitt­ur sem við­ur­kenn­ingu fyr­ir ára­langt starf með börn­um í SMT skóla­færni. Með við­ur­kenn­ing­unni verð­ur leik­skól­inn sjálf­stæð­ur SMT skóli sem ein­ung­is skól­um, sem upp­fylla ákveð­in skilyrði, hlotn­ast. SMT bygg­ir á hug­mynda­fræði PMT for­eldra­færni (Parent Mana­gement Tra­in­ing), en er að­lag­að að skólaum­hverf­inu. 

Lesa frétt