Borgarblöð

Borgarblöð

| Breiðholt |

Leitað að hugmyndum um betri hverfi

Reykjavíkurborg leitar nú eftir hugmyndum frá íbúum að betri hverfum og eru frumlegar hugmyndir vel þegnar. Þetta er í fjórða sinn sem Reykjavíkurborg býður íbúum að leggja til hugmyndir að verkefnum í hverfum borgarinnar. Kosið verður á milli hugmynda borgarbúa í hverfakosningum á næsta ári. 

Lesa frétt

| Vesturbær |

Elstu minjar um smábátaútgerð í Reykjavík varðveittar

Elstu minjar um smábátaútgerð í Reykjavík verða varðveittar. Tillaga fulltrúa Sjálfstæðisflokksins, þeirra Mörtu Guðjónsdóttur og Júlíusar Vífils Ingvarssonar, um varðveislu og endurgerð grásleppuskúranna við Ægisíðu var samþykkt samhljóða í menningar- og ferðamálaráði sl. mánudag.  

Lesa frétt

| Vesturbær |

Göngu- og hjóla­leið­ir end­ur­nýj­að­ar í Vest­ur­bæ

Á und­an­förn­um vik­um hef­ur ver­ið unn­ið að því að end­ur­nýja gang­stétt­ir á nokkrum stöð­um í Vest­ur­bæ. Um er að ræða sam­starfs­verk­efni um­hverf­is- og sam­göngu­sviðs Reykja­vík­ur­borg­ar, Orku­veitu Reykja­vík­ur, Gagna­veitu Reykja­vík­ur og Mílu. Skipt er um lagn­ir und­ir gang­stétt­um og ljós­leið­ara kom­ið fyr­ir. Þá hef­ur lýs­ing ver­ið end­ur­nýj­uð þar sem kom­inn er tími á slíkt, til að mynda við Nes­hag­ann. 

Lesa frétt

| Seltjarnarnes |

Er Sel­tjarn­ar­nes­ið enn lít­ið og lágt?

Á kynn­ing­ar­fundi um nýtt að­al­skipu­lag sem fram fór fyr­ir skömmu mátti heyra end­ur­óm úr kvæði meist­ara Þór­bergs í mál­flutn­ingi ein­hverra fund­ar­manna. Þó voru þeir sínu fleiri sem báru gæfu til að rísa upp úr með­al­mennsk­unni og létu hvorki stjórn­ast af þröng­um eig­in­hags­mun­um né hræðslu við hið ókomna en bentu rétti­lega á að bæj­ar­fé­lag­ið okk­ar væri til fyr­ir­mynd­ar um flesta hluti og til þess að svo mætti verða áfram þyrfti að hafa kjark til að taka ákvarð­an­ir. 

Lesa frétt

| Breiðholt |

Hvern­ig má stuðla að virku tví­tyngi

Móð­ur­mál - sam­tök um tví­tyngi stóðu fyr­ir náms­skeið­inu „Málörv­un barna í fjöl­breytt­um hóp, á leik- og grunn­skóla­stigi“ fyr­ir móð­ur­máls­kenn­ara í Hóla­brekku­skóla um þar síð­ustu helgi eða 12. og 13. sept­em­ber. Að þessu sinni var náms­stefn­an í sam­starfi við leik­skóla Holt í Fell­un­um og Pólska skól­ann.
 

Lesa frétt

| Vesturbær |

Reykja­vík­ur­aka­dem­í­an verð­ur að fara úr JL-hús­inu

Reykja­vík­ur­aka­dem­í­an sem hef­ur haft að­set­ur á tveim­ur efstu hæð­um JL-húss­ins svo­nefnda vest­ast við Hring­braut­ina í fjölda ári verð­ur að hverfa það­an á braut. Eig­end­ur hús­næð­is­ins JL-Hold­ing hafa sótt um leyfi til að breyta tveim­ur efstu hæð­um húss­ins – hæð­um 4. og 5. eða þeim hluta þess þar sem aka­dem­í­an hef­ur að­set­ur í gisti­heim­ili. 

 

Lesa frétt

| Seltjarnarnes |

Út­svar­slið­ið í start­hol­un­um

Ár­ang­ur Út­svar­sliðs Seltirn­inga á síð­asta vetri var ein­stak­lega góð og keppti lið­ið í þrí­gang í sjón­varps­sal. Hinn sí­vin­sæli spurn­inga­þátt­ur RUV hef­ur göngu sína á ný í haust en að sögn Soff­íu Karls­dótt­ur sviðs­stjóra menn­ing­ar- og sam­skipta­sviðs Sel­tjarn­ar­ness hef­ur þrí­eyk­ið, sem stóð vakt­ina í fyrra, orð­ið við þeirri um­leit­an bæj­ar­ins að fara aft­ur fram fyr­ir hönd Seltirn­inga.  

Lesa frétt

| Breiðholt |

Grunn­skól­arn­ir und­ir­rita sam­starfs­yf­ir­lýs­ingu

Grunn­skól­arn­ir í Breið­holti, Breið­holts­skóli, Fella­skóli, Hóla­brekku­skóli, Selja­skóli og Öldusels­skóli und­ir­rit­uðu ný­ver­ið sam­starfs­yf­ir­lýs­ingu. Sam­starf­ið tek­ur til fjög­urra sviða – nem­enda, námsum­hverf­is, mannauðs og grennd­ar­sam­fé­lags. Í Breið­holti er ára­löng hefð fyr­ir góðu sam­starfi milli skóla og stofn­ana og hef­ur það leitt til fjöl­margra smærri og stærri verk­efna. Skól­arn­ir hafa t.d. haft sam­eig­in­lega sí­mennt­un­ar­daga nokkrum sinn­um yfir skóla­ár­ið til að byggja upp sam­eig­in­legt lær­dóms­sam­fé­lag til hags­bóta fyr­ir nem­end­ur. 

Lesa frétt

| Vesturbær |

Sterk­ur byggða­kjarni í Vest­ur­bæn­um

Allt frá ár­inu 1930 að fram­tíð­ar­set­ur Há­skóla Ís­lands var ákveð­ið og nú­ver­andi að­al­bygg­ing hans reis af grunni við Sæ­mund­ar­götu í aust­ur­hluta Vest­ur­bæj­ar­ins hafa lóða­mál hans ver­ið til um­fjöll­un­ar hjá Reykja­vík­ur­borg. Lóða­út­hlut­an­ir hafa ver­ið sam­þykk­ar fyr­ir Há­skól­ann og tengd­ar stofn­an­ir eft­ir því sem starf­semi hans hef­ur vax­ið þótt nokk­ur mun­ir sé á í gegn­um tíð­ina hversu form­lega hef­ur ver­ið geng­ið frá út­hlut­un­um lóða. Há­skóla­svæð­ið er löngu orð­ið fast í sessi en með hin­um nýja heild­ar­samn­ingi um lóð­ir sem unn­in hef­ur ver­ið af vinnu­hóp Reykja­vík­ur­borg­ar, Há­skóla Ís­lands, fjár­mála- og efna­hags­ráðu­neyt­is og mennta- og menn­ing­ar­mála­ráðu­neyt­is er af­mörk­un land­spildna og lóða­mörk skýrð og einnig nýt­ing lóða. 

Lesa frétt