Borgarblöð

Borgarblöð

| Seltjarnarnes |

Norðurljósafélagið hefur áhuga á húsnæði lækningaminjasafnsins

Norðurljósafélagið hefur sýnd húsinu sem ætlað var lækningaminjasafni á Seltjarnarnesi áhuga en eins og kunnugt er sagði Seltjarnarnesbær sig frá samningi við Læknafélag Íslands og ríkið um uppbyggingu safnsins. Þann 12. september sl. kom einn forsvarsmanna félagsins á fund bæjarráðs Seltjarnarnesbæjar og kynnti ráðinu óskir félagsins gagnvart bænum. 

Lesa frétt

| Breiðholt |

Tvö listaverk Ásmundar afhjúpuð í Seljahverfi

Listaverkin Móðir mín í kví, kví og Fýkur yfir hæðir eftir Ásmund Sveinsson voru afhjúpuð við Seljatjörn og Seljakirkju 7. nóvember sl. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri afhjúpaði verkin en þetta eru fyrstu útilistaverkin sem Reykjavíkurborg lætur setja upp í Seljahverfi. 

Lesa frétt

| Seltjarnarnes |

Guðmundur hættir í bæjarstjórn

Guðmundur Magnússon forseti bæjarstjórnar Seltjarnarnesbæjar mun láta af störfum í bæjarstjórn um komandi áramót. Ástæða þess er sú að hann hefur fest kaup á húsnæði í Reykjavík og er á förum úr bæjarfélaginu. 

Lesa frétt

| Vesturbær |

Við þurf­um að vanda okk­ur

Ágúst Ein­ars­son pró­fess­or og fyrr­um al­þing­is­mað­ur og rekt­or spjall­ar við Nes­frétt­ir að þessu sinni. Hann hef­ur búið á Sel­tjarn­ar­nesi í nær 35 ár frá því hann flutt­ist þang­að með fjöl­skyldu sinni 1980. Ágúst hef­ur frá mörgu að segja bæði sem áhuga­mað­ur um stjórn­mál og fræði­mað­ur og hef­ur ákveðn­ar skoð­an­ir þar sem hann dreg­ur ekk­ert und­an. Þetta spjall hófst í Vest­ur­bæn­um en síð­an flakk­aði hann um heim­inn eins og hon­um er lag­ið en tengdi sög­una og við­horf sín jafn­an við ís­lensk­an veru­leika.  

Lesa frétt

| Seltjarnarnes |

Ellefu starfsviðurkenningar veittar

Ellefu starfsmenn Seltjarnarnesbæjar hlutu starfsviðurkenningar bæjarfélagsins á  árshátíð starfsmanna sem haldin var 11. október síðastliðinn. Ásgerður Halldórsdóttir bæjarstjóri veitti þá starfsmönnum viðurkenningar sem starfað hafa hjá bænum í 15 og 25 ár starfsviðurkenningu samkvæmt reglum bæjarins um starfsafmæli og starfslok.   

Lesa frétt

| Breiðholt |

Ég get ekkert annað en hlakkað til

Leiknir er kominn í Pepsi deildina í fyrsta skipti. Af þeim sökum verður fimmtudagurinn 4. september sl. lengi í minnum hafður en þá tryggði félagið sér sæti í deild þeirra bestu árið 2015. „Litla félagið með stóra hjartað er komið í deild þeirra bestu eftir um 40 ára baráttu í neðrideildum íslenskrar knattspyrnu,“ segir Davíð Snorri Jónasson sem er annar þjálfara Leiknis 

Lesa frétt

| Vesturbær |

Sam­söng­ur, nem­enda­ráð og nátt­úru­skoð­un í Mela­skóla

Fyrsti sam­söng­ur vetr­ar­ins í Mela­skóla var þann 5. októ­ber en þá átti skól­inn 68 ára af­mæli en venja er að hefja sam­söng­inn í tengsl­um við af­mæl­is­dag skól­ans. Sam­söng­ur hjá yngri nem­end­um í 1.  til 4. bekk var mánu­dag­inn 6. októ­ber en eldri nem­end­um í 5. til 7. bekk sungu þriðju­dag­inn 7. októ­ber kl. 8:40. 

Lesa frétt

| Seltjarnarnes |

Kaldur pottur í sundlauginni

Köldum potti sem inniheldur vatn sem er aðeins 4 til 5 gráður hafur verið komið fyrir í sundlaug Seltjarnarness. Sírennsli er í pottinum sem gerir það að verkum að ekki þarf að setja klór í hann. Frá því potturinn var settur upp um miðjan september hefur hann notið mikilla vinsælda allra aldurshópa en sér í lagi hjá íþróttafólki.  

Lesa frétt

| Breiðholt |

Aðalfundur Betra Breiðholts 12. nóv.

Aðalfundur íbúasamtakanna Betra Breiðholts verður haldinn í Gerðubergi miðvikudaginn 12. nóvember n.k. Á dagskrá fund-arins verða að venju hefðbundin aðalfundarstörf. Skýrsla stjórnar og reikningar félagsins lagðir fram. Kosning til stjórnar og skoðunarmanna og önnur mál. 
 

Lesa frétt