Borgarblöð

Borgarblöð

| Vesturbær |

Skóla­eld­hús og húsa­leiga á með­al um­ræðu­efna

Sund­laug, skóla­eld­hús, op­inn íbúa­fund­ur, sparkvöll­ur og leigu­hús­næði ásamt fleiru voru rædd í hverf­is­ráði Vest­ur­bæj­ar á mán­að­ar­leg­um fundi á dög­un­um. Við­stadd­ir voru: Sverr­ir Bolla­son, Teit­ur Atla­son, Mar­grét Mart­eins­dótt­ir, Kjart­an Magn­ús­son, Marta Guð­jóns­dótt­ir, Hulda Gísla­dótt­ir og Reyn­ir Guð­munds­son. Við­stödd voru einnig: Sig­þrúð­ur Erla Arna­dótt­ir fram­kvæmd­ar­stjóri í Vest­ur­garði og Hörð­ur Heið­ar Guð­björns­son, verk­efna­stjóri í Vest­ur­garði. Gest­ur fund­ar­ins var Hafliði Hall­dórs­son for­stöðu­mað­ur í Sund­laug Vest­ur­bæj­ar. 

Lesa frétt

| Seltjarnarnes |

Far­sæld í 40 ár

- Lista­há­tíð Sel­tjarn­ar­nes­kirkju 2014
 
Mjög áhuga­verð Lista­há­tíð Sel­tjarn­ar­nes­kirkju 2014 verð­ur hald­in dag­ana 27. sept­em­ber til 5. októ­ber nk., en þá verð­ur fagn­að 40 ára af­mæli bæj­ar­ins og safn­að­ar­ins á Sel­tjarn­ar­nesi auk mál­verka­sýn­ing­ar sem mun standa um mán­að­ar­tíma. Kirkj­an sem reist var fyr­ir ald­ar­fjórð­ungi hef­ur fyr­ir löngu áunn­ið sér sess sem helsta menn­ing­ar­mið­stöð bæj­ar­ins. Lista­há­tíð­ir kirkj­unn­ar hafa ver­ið haldn­ar reglu­lega ann­að hvert ár frá 1992. 

Lesa frétt

| Breiðholt |

Fé­lags­starf­ið er fjöl­breytt og öll­um opið

Nú er fé­lags­starf­ið í Ár­skóg­um, Gerðu­bergi og í Selja­hlíð kom­ið af stað af full­um krafti eft­ir sum­ar­ið. Breið­holts­blað­ið hitti Ágústu Hall­dóru Gísla­dótt­ur for­stöðu­mann í Ár­skóg­um, Önnu Krist­ínu Bjarna­dótt­ur for­stöðu­mann í Gerðu­bergi og Arn­g­unni Atla­dótt­ir deild­ar­stjóra fé­lags­starfs­ins á heim­ili aldr­aðra í Selja­hlíð.  

Lesa frétt

| Vesturbær |

Fegr­un­ar­við­ur­kenn­ing á Granda­garð

Granda­garð­ur 20 er eitt þeirra húsa sem hlaut fegr­un­ar­við­ur­kenn­ingu Reykja­vík­ur­borg­ar á liðnu sumri. Hið fjór­lyfta síld­ar­verk­smiðju­hús Faxa sf. var áber­andi kenni­leiti við Reykja­vík­ur­höfn á sín­um tíma og er það í raun enn. Hús­ið var byggt um miðja síð­ust öld sem sér­hæft verk­smiðju­hús og er gott dæmi um iðn­að­ar­arki­tektúr frá 5. og 6. ára­tug 20. ald­ar.  

Lesa frétt

| Seltjarnarnes |

Fjöl­menni á íbúa­fundi

Fjöl­menni var á íbúa­fundi sem fram fór í há­tíð­ar­sal Gróttu fimmtu­dag­inn 11. sept­em­ber. Þar kynntu Ás­gerð­ur Hall­dórs­dótt­ir bæj­ar­stjóri, Árni Geirs­son frá Alta og Bjarni Torfi Álf­þórs­son for­mað­ur skipu­lags- og um­hverf­is­nefnd­ar upp­hafs­skref­in í end­ur­skoð­un á að­al­skipu­lagi Sel­tjarn­ar­nes­bæj­ar. 

Lesa frétt

| Vesturbær |

Gamla höfn­in verði áfram at­vinnu­höfn

„Að mínu mati er grund­vall­ar­at­riði að gamla höfn­in í Reykja­vik fái að að lifa um ókomna tíð sem at­vinnu­höfn og um það held ég að flest­ir séu sam­mála,“ seg­ir Gísli Gísla­son fram­kvæmda­stjóri Faxa­flóa­hafnar og for­mað­ur Hafna­sam­bands Ís­lands í spjalli við Vest­ur­bæj­ar­blað­ið. Gísli bend­ir á þá upp­bygg­ingu sem orð­ið hef­ur á veg­um HB Granda á und­an­förn­um árum sem dæmi um að út­vegs­starf­semi sé ekki á för­um af hafn­ar­svæð­inu. 

Lesa frétt

| Seltjarnarnes |

Ég hef alltaf þurft að gera eitt­hvað með hönd­un­um

Jó­hann­es Ingi­mund­ar­son spjall­ar við Nes­frétt­ir að þessu sinni. Hann er fædd­ur og upp­al­in á Sel­tjarn­ar­nesi, son­ur Ingi­mund­ar Helga­son­ar sem mörg­um er að góðu kunn­ur sem lög­reglu­mað­ur á Nes­inu til fjölda ára og Svövu Björg­ólfs. Bryn­hild­ur móð­ur­amma hans var síð­ari eig­in­kona Jó­hann­es­ar Jós­efs­son­ar sem löng­um var kennd­ur við Hót­el Borg. Hann var því kjörafi Jó­hann­es­ar en and­að­ist þeg­ar dreng­ur­inn var á unga aldri. Jó­hann­es flutt­ist til Dan­merk­ur þar sem hann nam sjón­tækja­fræði en hef­ur búið í Reykja­vík og nú síð­ast í Garða­bæ. 

Lesa frétt

| Breiðholt |

Breið­holt­ið er lit­ríkt

Hrefna Björg Gylfa­dótt­ir opn­aði ljós­mynda­sýn­ingu í bið­sal Strætó í Mjódd­inni á dög­un­um. Þar sýn­ir hún ljós­mynd­ir sem hún hef­ur tek­ið í Breið­holt­inu í sum­ar. Hrefna hef­ur feng­ist við ljós­mynd­un í nokk­ur ár og vann með­al ann­ars til verð­launa í ljós­mynda­sam­keppni Breið­holts fyr­ir nokkrum árum. Hrefna er Ak­ur­nes­ing­ur að upp­runa en flutti með for­eldr­um sín­um suð­ur yfir fló­ann þeg­ar hún var 10 ára og sett­ist fjöl­skyld­an að í Stekkj­un­um gegnt Mjódd­inni. Hrefna er því á heima­slóð bæði í mynda­vali og einnig þeg­ar hún valdi sýn­ingar­stað. Hrefna rifj­ar Breið­holtsæsk­una upp að þessu sinni og seg­ir frá ljós­mynda­á­huga sín­um. 

Lesa frétt

| Vesturbær |

Lesskiln­ing­ur­inn skipt­ir miklu máli

Á und­an­förn­um árum hef­ur hlut­verk al­menn­ings­bóka­safna ver­ið að breyt­ast frá því að vera söfn út­lána yfir í að vera fjöl­breytt­ar menn­ing­ar­mið­stöðv­ar þar sem áhersla er lögð á menn­ing­ar­mál, al­hliða miðl­un upp­lýs­inga og vellíð­an fólks. Borg­ar­bóka­safn Reykja­vík­ur er eitt þeirra. Safn­ið er í dag stærsta menn­ing­ar­stofn­un borg­ar­inn­ar - rek­ur fimm söfn í borg­ar­hverf­um auk höf­uð­stövanna í Gróf­ar­hús­inu við Trygga­götu á mót­um Mið- og Vest­ur­bæj­ar. Þess utan er bóka­bíll­inn Höfð­ingi og sögu­bíll­inn Ær­ingi á ferð­inni um alla borg. 

Lesa frétt